Þetta er ekki að fara að vera einhver krassandi metoo saga. En ég hef þörf að skerpa á eigin afstöðu hvað þetta varðar.
Feminismi
Persónulega hef ég aldrei getað kallað mig feminista. Þegar ég starfaði sem strippari þá vann ég á Goldfinger kvöldið sem feministar kou með skiltin, hrópin og köllin. Og það er sagt að þú manst alltaf best hvernig fólk lætur þér líða og það sem ég man helst er hrokinn og hvernig þær töluðu niður til okkar kvennana sem unnu þarna. Þær létu mér allavega ekki líða eins og við værum í sama liði. Seinna meir lærði ég hugtakið SWERF , sem í stuttu máli er sambærilegt TERF nema það beinist að fólki í kynlífsvinnu. Jafnvel þó ég upplifi ekki beint að ég hafi verið í kynlífsvinnu, meira nekt, þá skiptir víst ekki mín upplifum máli í stóra samhenginu. Stór partur af því að ég kýs nafnleynd er afþví ég hreinlega nenni ekki samtali við þessa feminista, sem því miður hafa verið ansi ráðandi alveg s.l. 20 ár hér á landi. En það er ný kynslóð að ryðja sér rúms. Með uppgangi í bæði BDSM og Only Fans þá verður Íslenskur Femínismi að horfast í augu við þetta. Ég viðurkenni vel að mér leiðist þetta ekki en á sama tíma veit ég líka að þetta er ekki mín barátta.
Þó ég hafi alltaf verið mótfallin, jafnvel andsnúin því að titla mig feminista þá síðast liðin ár þá hef ég fundið sjálfa mig fikrast nær því að mögulega sættast við það.
Metoo
Alveg sama hvar þú stendur á línunni varðandi kynferðisbrot og ofbeldi almennt þá er ekki hægt að neita því að Metoo hefur breytt samtalinu í þjóðfélaginu. Og það útaf fyrir sig er stórkostlegur hlutur. En við lifum á tímum umbreytinga og það er sárt, þannig er það bara.
Þegar að ég les frásagnir þá bergmála þær mikið sem ég hef séð gerast í kringum mig, frásagnir vinkvena og bara hreinlega allt í mínu lífi fær mig ekki til að efast eina einustu frásögn sem ég hef lesið.
Og þrátt fyrir að að ég hafi upplifað heldur takmarkað ofbeldi á sjálfri mér, þá get ég ekki neitað að mikið af því umhverfi sem ég kem frá er markað af ofbeldi. Fólk í kynlífsvinnu sér og upplifiir ofbeldi. Konur sjá og upplifa ofbeldi. Og það er það sem skýrist alltaf meir og meir fyrir mér. Það er ekki bundið við starf, það er bundið við kyn.
Ég.Efast.Enga.Frásöng!
Ég
Sama hvað mig langar að skreyta mitt líf með glimmeri, sem svo sannarlega var upphafsmarkmið með að byrja að skrifa, þá hafa síðust 2 ár svo sannarlega látið mig horfast í augu við það.
Ég hóf árið 2020 svo fokking bjartsýn. Það var árið sem ég ætlaði að koma út með BDSM hneigð mína, skrá mig á fundi og skifa um mína reynslu, mína upplifun. Svona weird húsfrú 101 inngang í BDSM. En það bara gerðist ekki. Í staðin sætti ég samkomutakmörkum og stanslausri skothríð frá réttilega reiðum konum. Reiði semég skil og sé svo skýrt. En ég upplifi ekki að ég eigi neinn sess í þessari baráttu og mér finnst óviðeigandi að skrifa um t.d. kyrkingar og þá hluti sem við og ástkær maki höfum engu að síður verið að prufa okkur áfram með á sama tíma. Samtölin sem við höfum átt virðast einhvernvegin óviðeigandi.
En við lifum á tímum umbreytinga og það er sárt, þannig er það bara.
Comments are closed.