Skip to content

Umhverfi dagsins í dag

Það er svo erfitt að vera happy horny houswife í dag. Hugmyndin sem ég lagði upp með er bara ekki alveg það sem mig langar alltaf að tala um í umhverfi dagsins í dag.
ég hef enga sérstaka lyst á því að vera að deila með mögulega ókunnugum að ég fíla hálstök, vera bundinn og ýmislegt þegar það er bara svona hrikalega mikið af fólki þarna úti sem hreinlega skilur ekki munin á samþyki og ofbeldi.
En ég á þessa síðu og ég er hreinlega að springa af hlutum sem mig langar að segja, í augnabliku eru þeir bara ekkert sexý en eftir að vera með þessa síðu og ekki finna það í mér að skrifa það sem var upprunalegur tilgangur síðunnar þá ætla ég bara að fylgja mínu innsæji og tala um hlutina sem eru mér efst í hjarta.

Druslu og Þolendaskömm er REAL

Það er alveg hreint ærandi að vera drusla, ég hef alltaf verið drusla og fílað það. En í dag er ég móðir og ég þarf að samræma þau tvö hlutverk, í dag er ég prívat drusla og húsmóðir útá við. Ég veit við erum margar sem leikum þennan leik og ég er ok með þetta hlutverk mitt því ég geri það fyrir börnin. Við gerum allt til að börnin eigi eins eðlilegt líf og hægt er, þau eiga ekki að þurfa að taka þátt í fullorðinsmálum.

En það er akkúrat soldið málið líka, í umhverfi dagsins í dag þarf foreldri að vega og meta hvenær er rétt að blanda börnum í fullorðins málefni?
Ég er búin í vetur að ræða við börnin mín um menn sem reyna að grípa börn, því nokkur þannig tilvik hafa komið upp í vetur. Ég þarf að sannfæra börnin mín um að ef einhver gerir þeim eitthvað, þá þurfa þau fyrst og fremst að einbeita sér að því að koma sér útúr aðstæðum, að vont fólk gæti reynt að segja að þau gætu meitt Mömmu og Pabba en þau þurfa að vita að engin getur meitt okkur og við stöndum alltaf við bakið á þeim, alveg sama hvað. Og samhliða tilkynningum af mönnum að reyna að grípa börn þá er verið að rífa upp allskona gömul og ljót fortíðarsár.
Ég ætla ekkert að taka eitthvað eitt tiltekið mál fyrir því kalda staðreyndin er einfaldlega sú að á einn eða annan máta þekki ég eða kannast við þolendur í öllum málunum sem hafa komið upp, heyrt af málum í gegnum árin og hreinlega öll mín reynsla sem kona á Íslandi fær mig til að ekki draga í efa einu einustu frásögn.

Og ofan á það að undirbúa börnin og heyra hverja frásögnina á fætur annarri og lesa kommentin við fréttirnar og að vera einhvernvegin alltaf reið, alltaf upplifa óréttlæti, alltaf vera á varðbergi er gríðarlega þreytandi.

Hjónalífið

Ég er pirruð, á varðbergi, og á skrítnum stað vegna covid og þessara almennt skrítnu tíma sem við lifum á en ég kann að leita mér huggun í Manninn minn. Við höfum alveg átt góðar stundir í einrúmi. Ég er þakklát fyrir þennan eiginleika hjá mér að ef lífið er skítt að þá get ég lagt það til hliðar og reynt að skapa minnigu í hausnum á mér sem að miklu leyti snýst um mig á góðri stundu. Ég er líka þakklát fyrir Maka sem grípur mig á þann máta sem ég þarf, að við getum þrátt fyrir allt verið til staðar fyrir hvort annað, dreift huga hvors annars þegar þörf er á.

En gallinn er að á sama tíma hef ég orðið frekar andfélagsleg og átt ansi erfitt með að deila af mér. Ég er að finna ljósið aftur, ég vil fátt meira en láta gott af mér leiða en að finna réttu orðin er stundum snúið.
En reyni.

Published inDaglegt líf

Comments are closed.

%d bloggers like this: