Skip to content

2020

Þetta átti að vera árið. Ég ætlaði að vera mega sexý og skemmtileg á ári sem átti að vera mitt. En það bara gerðist ekki.
Þetta ár er hreinlega búið að sökka feitt.

Að horfa aftur

Hér sit ég og skoða síðuna sem ég ætlaði að vera svo dugleg að gera og það er alltaf svo skrítið hvað hlutir meika miklu meira sense þegar horft er yfir farin veg. Frá lok júní og til enda árs eru eingöngu 2 póstar, seinni pósturinn jafnvel minnist á að það sé búið að vera soldið erfitt og það er í lok október. Það er bara frekar erfitt að stunda áhugavert kynlíf þegar kona er í raun fárveik.

Ótrúlegt að hugsa til þess að þarna var ég bara á niðurteljara og stutt í að ég færi með sjúkrabíl og látum niður á spítala í bráða gallblöðrutöku.

Svo auðvelt að vera vitur eftir á.

Get bara horft áfram

Þessi síða átti adrei að vera vettvangur fyrir daglega hluti og dægurmál en ég býst við að daglegt líf og kynlíf tengist ákveðnum böndum. Og kannski fannst mér eg skulda skýringu á fjarveru minni.
Eina sem ég get gert er að horfa fram á vegin og ákveða að þetta ár verði betra og einbeita mér að því.

Published inDaglegt líf

Comments are closed.

%d bloggers like this: