Lífið er búið að sökka upp á síðkastið. Ekkert nema hörmungafréttir og við erum hálf dottin úr takti. Ég sem að var bún að vera hálf áhugalaus um kynlíf og það var búið að smita þig. Okkur hefur tekist að viðhalda einhverju lágmarki en nú er mér farið að leiðast, það er yfileitt ávísun á vandræði.
Þú ert samt svo góður, miklu betri en ég. Ég veit að ég er á ská, ég veit að ég er erfið og bið þig um hluti sem er erfitt fyrir þig, erfitt því þú ert svo ofboðslega góður. Við höfum verið á þessum stað áður, oft áður.
Í vonleysi mínu þarf ég þetta, ég kann illa að útskýra það annað en að ég finn að ég þarf þetta. Ég þarf að þú bindir mig, ég þarf að sleppa takinu, ég er svo reið og ég kann ekki að sleppa því.
Ég þarf að þú meiðir mig, ég er orðin svo dofin ég þarf eitthvað, mig vantar bara að finna eitthvað annað en vonleysið.
Ég veit ekki afhverju þetta kemur svona út en ég bara veit að ég þarf þetta.
Við rífumst, ég er farin að vera ýtin, við höfum verið hérna áður. Þú býður mér málamiðlun, við höfum verið hérna áður. Við ræðum valkosti, við róumst, við sættumst, við höfum verið hér áður.
Við erum gröð afþví tilfinningar eru í hámarki, þú sýnir mér að þú treystir þér til að taka pínu á mér, ég minni á að það skiptir mig miklu máli að þú sért samt ekki reiður við, ég þarf rétta farveginn, ég þarf að þetta sé samt gert á réttum forendum, þú skilur hvað ég er að segja, en við erum bæði í vímu af tilfinningum og ráðum ekki við lostann, við höfum verið hér áður.
Við ríðum og þú tekur aðeins harkalega á mér, sýnir mér hvað gæti orðið.
Eftir þá tekur þú fyrsta skrefið, segir að þú viljir reyna að stíga skrefið til fulls og stingur upp á dagsetningu til að sýna að þér er alvara, við höfum ekki verið hér áður.
Daginn eftir, ég er ein heima, í staðin fyrr að hugsa um ömurlegar fréttir þá fer huginn ósjálfrátt á dagatalið, ég finn ég er að telja niður, mig langar ekki að vera svona spennt en ég bara er það.
Hvað er hann með í huga? Hvað þurfum við að tala um og fara yfir?
Ég læt renna í bað.
Afklæði mig og skoða mig í speglinum, strýk yfir upphandleggin sem þú kreistir aðeins í gær, ég er ekki marin en ég finn að ég er aum. Það skolast yfir mig undarleg tilfinning. Þrátt fyrir tilfinningarússíbanan tengi ég bara við allar góðu tilfinningarnar. góðar tilfinningar, gredda og einveran er góð samblanda.
Sendi þér skilaboð, þessar tilfinningar eru of góðar til að sitja ein á þeim. Læt þig vita að ég er að hugsa dónalega um þig, ég er að fara í bað og ég ætla að láta mig koma.
Og geri svo nákvæmlega það.
Það eina sem ég sagði þér kannski ekki var hversu hart ég kom þegar ég ýtti á þennan auma blett sem ég fann.
Comments are closed.