Skip to content

Heppin ég.

Síðustu mánuðir eru alveg búnir að taka á. Fyrir utan pláguna þá hefur bara verið alveg óþarflega mikið aukastress á mér. Og núna síðustu vikur með óeirðir og fleira í eigin persónulífi þá hef ég bara verið býsna sorgmædd. Þessi yfirþyrmandi tilfinning að kona sé að berjast og bara rétt að halda nóg af höfðinu upp úr vatni til að hreinlega ekki drukkna. Í þannig ástandi er hvorki mikill áhugi né geta til að sinna kynlífi af viti. Ég er að reyna að hugsa hvenær við stunduðum síðast kynlíf, ég man alveg hvar og hvernig en ég man ekki alveg hvenær. Er það vika eða tvær? Er ég virkilega búin að vera fjarverandi svona lengi? En ég er greinilega búin að vera fjarverandi því hann er farinn að reyna við mig. Alla aðra daga er það ég sem reyni við hann, klípp hann í rassinn og geri allskonar en fyrsta skrefið er nær alltaf undantekningalaust mitt.

Hann byrjaði að reyna aðeins við mig í gær, það var soldið sætt fannst mér reyndar. Hann brosti svo fallega til mín og sagði ” Má bjóða þér hart typpi á þessum erfiðu tímum?” Og ég var ekki tilbúin en það fékk mig til að brosa og það skipti mig máli. Í gær gat ég brosað og í dag var hann brattari.
Hann stakk varfærnislega uppá kynlífi. Ég hafnaði, erfiður dagur og eitthvað sagði ég sjálfri mér. Ég er búin að vera kvarta yfir að vera svo fjarri sjálfri mér, hann stakk upp á að kannski ég ætti að íhuga afstöðu mína , kannski er bara best að sleppa öllu og vera bara ég.
Ég velti þessu fyrir mér. Það er ekki rangt hjá honum, ég er búin að vera kvarta yfir að vera ekki ég sjálf.
Hann sér að ég er að íhuga, hann veit hann hefur sjéns. Hann hallar sér upp að mér, strýkur vangann og rennir hendinni í gegnum hárið og kyssir mig. Ég loka augunum og leyfi kossinum að flæða yfir mig. Hann tekur þétt utan um mig og ég renni höndunum mínum upp hann, allaleið upp að hnakka og þrýsti honum að mér. hann kyssir mig fastar og dýpra. Ég bráðna og leyfi tilfinningunni að skola burtu öllu sem er búið að hrjá mig, Leyfi sjálfri mér að gera það sem ég geri best og það er einfaldlega að vera ég. Og samhliða upplifi ég að ég er endalaust heppin að eiga mann sem kann að finna mig á stundum sem ég er búin að týna sjálfri mér.

Published inHugrenningar Konu

Comments are closed.

%d bloggers like this: