Skip to content

Orð um Nafnleysi

Þegar upp er staðið er ég óskaplega venjuleg kona. Ég rek mitt heimili með mínum manni, hann vinnur sína fínu vinnu og ég vinn mína. Við lifum okkar fjölskyldu lífi og svo í einrúmi lifum við okkar hjónalíf saman. Að vissu leyti er margt í okkar hjónalífi sem gengur gegn helstu straumum samfélagsins en ég veit að við erum alls ekkert ein þarna úti.

Fjölskyldulíf er Einkalíf.

Ég ætla mér ekkert að fela það að ég er móðir en það breytir því ekki að það kemur mínum börnum ekkert við hver ég er á mínum mestu einkastundum með mínum Manni. Það er algjör aðskilnaður þarna á milli og besta leiðin til að viðhalda því er með nafnleynd. Þetta er minn kostur og ég vona að fólk geti virt það að halda mínum persónu upplýsingum útaf fyrir sig.

Lítið land

Það verður ekki komist hjá þeirri staðreynd að landið er lítið og fyrir þær sakir getur verið erfitt að fela sig. Ef þú telur þig þekkja mig á þessum skrifum þá ítreka ég að halda þeim upplýsingum út af fyrir þig. En ef þig vantar alveg rosalega að ræða þetta við einhver þá geturðu að sjálfsögðu bara haft samband við mig. Ef þú þekkir mig þá veistu að ég er alltaf til í spjall og það má alltaf ræða allt.

%d bloggers like this: