Skip to content

Heilbrigð Skynsemi

Halló þú.
Ég er ekki viss hvernig þú flæktist hingað inn og svo langt sem ég veit þá eru ekki margir að skrifa um sama málefni og ég, sérstaklega á íslensku. Vonandi finnur þú það sem þú varst að leita að.
En það er réttast að gera smá kynningu um mig, lauslega hverskonar persóna ég er og minn hvata fyrir þessum skrifum, sem eflaust munu vera óskiljanleg fyrir einhverja.

Þessi síða er stofnuð bara sem útrás fyrir allar fantasíurnar og hugrenningar sem áreita hugann minn. Ég er bara þannig manneskja að mér finnst afskaplega gott að skrifa ýmsa hluti frá mér. Þannig þessi síða er fyrst og fremst fyrir mig, mín persónulega útrás. 

Að öðru leiti finnst mér vanta rödd fyrir langtíma og jafnvel giftu pörin. Allt of oft snýst umræðan um kynlífsleysi og hvernig má endurheimta neistan aftur. Allt of sjaldan er fólk og þá sér í lagi konur að opinberlega að tjá sig um það sem fer vel í svefnherberginu á langtímasamböndum. Mig langar að leggja mitt á vogaskálarnar til að breyta þeirri steríótýpísku hugmynd að kynlífsdauði er óhjákvæmilegur í hjónabandi.
Ég er um fertugt, og jafnmikið og ég fagna opnari umræðu um kynlíf þá er það munaður sem mín kynlsóð fékk ekki að njóta í sama mæli. Við fengum alveg að díla við fordóma gagnvart LBG (T+ ið var svo sem “ekki til” þá) og allskonar kink shaming ásamt öðrum stöðlum að kynlíf var bara svo gott sem ekki rætt.
Og kannski er það ástæðan fyrir því að ég kýs að skrifa nafnlaust, ég vil fá frið til að ræða um allskona sem mig langar að skrifa um í friði fyrir þeim fordómum sem eima enn í minni kynlsóð. Kannski er það vegna þess að giftar konur eiga ekki að tala um það sem mig langar að ræða um. Sama hverjar mínar ástæður eru fyrir nafnleysi þá kemur það ekki í veg fyrir að ég hef gríðarlega þörf fyrir að tjá mig.

Ég hef líka átt litríka ævi fram að þessu og hef ýmsa reynslu sem mér finnst þess virði að deila.
Til að byrja með þá vann ég sem nektardansmær á tvítugsaldri.
Ég er búin að vera með mínum manni í nærri 2 áratugi eða frá því fyrir tvítugt. Þessi ástkæri Maki er því búinn að standa við hlið mér í gegnum allt en eftir þetta langann tíma þá getur það alveg verið erfitt að láta kynlífið ganga upp. En það er eitthvað sem við gerum glimmrandi vel, þó ég segi sjálf frá. En eftir þessa tvo áratugi þá er kynlífið það reglulegt að það er að meðali 3x í viku og það eru tölur sem ég sé sjaldan þegar langtímasambönd eru rædd. 

Ég er tvíkynhneigð og fyrir barneignir þá áttum við Maki stundum til að taka að okkur gestastjörnu í svefnherbergið. Þó sambandið séð utanfrá virki mjög hefðbundið og heterónormatívt þá er það það ekki.

Á síðari árum höfum við í auknum mæli horft til BDSM og þá nánar tiltekið Power play, consensual non consensual/leikur með samþyki kynlífi, hnýtingar og þessháttar. Við erum enn að ákveðnu leyti að stíga okkar fyrstu alvöru skref hvað það varðar en það er kannski ferð sem einhver myndi hafa gaman af að fylgjast með.

En til að byrja með ætla ég bara að fá útrás fyrir mig og þér er velkomið að njóta þess.

%d bloggers like this: