Þetta blog mitt er aðallega ætlað fyrir kynlífstal, ég mun ekki koma til með að ræða nein annarskonar sambandsvandamál. Það er partlega afþví ég vil það ekki og partlega afþví ég má það ekki, ég hef leyfi frá Ástkærum Maka að ræða kynlíf. En þegar upp er staðið þá er það nú einn stærsta orsök skilnaðar, kynlíf, þannig það er alveg nóg fyrir mig að ræða það.
En mig langar að segja að pararáðgjöf er góður hlutur og enginn ætti að vera feiminn við að sækja slíka þjónustu. Stundum eru aðstæður þannig innan samband að það hreinlega þarf þriðja aðila sem túlk þegar samskipti verða súr. Ef þú ert tilbúin/nn til að berjast fyrir þínu sambandi þá er það alltaf þess virði og það er enginn skömm sem fylgir því að fá smá back up. Ég meina einhverja ástæða hafðir þú fyrir því að kíkja á síðuna mína og ef þú ert að lesa akkurat þessi orð þá ímynda ég mér að fólk sé að leita að lausn.
Við hjónin erum með hjónabandsráðgjafa sem hefur hjálpað okkur gríðarlega. Það er ekki merki um að eitthvað sé bilað heldur er það merki um að við erum tilbúin til að gera hvað sem er til að sinna hvort öðru og okkar sambandi, að við ætlum ekki að gefast upp svo auðveldlega ef eitthvað bjátar á.
Við vissulega sóttum ráðgjöf því okkar samskipti voru komin í klessu og í okkar tilviki þá vildum við hreinlega vera viss um hvort skilnaður væri það besta fyrir okkur. Við komumst að því að það er það ekki, að þrátt fyrir bresti í samskiptum þá elskum við hvort annað það mikið að við erum tilbúin til að gera margt og mikið til að bæta upp fyrir og laga eigin persónulegu bresti.
í okkar tilviki eigum við börn, mér finnst við hreinlega skulda okkar börnum það að ef það kæmi til skilnaðar að við getum horft í augun á þeim og sagt með hreinni samvisku “Við reyndum ALLT.”
Og umfram allt, munið að það er algjörlega ómögulegt að taka rétta ákvörðun þegar maður er reiður. Aldrei taka jafn afdrifaríka ákvörðun og skilnað þegar maður er reiður, pantaðu frekar tíma hjá ráðgjafa, skrifaðu niður hvað er að valda reiðinni og ræddu það svo í góðu tómi í sóló eða paratíma.
Ég held með þér!